Götulokanir

Á þessari síðu má finna upplýsingar um götulokanir vegna hátíðahalda Hinsegin daga í Reykjavík.

Gleðiganga og útihátíð Hinsegin daga 10. ágúst 2024

Forsvarsfólk Hinsegin daga biður íbúa, vegfarendur og aðra hagsmunaaðila afsökunar á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna lokana gatna í tengslum við hátíðahöld Hinsegin daga. Þá eru íbúar og gestir eru beðnir að sýna samstarfsvilja og umburðarlyndi og hvattir til að nýta sér eftirfarandi leiðir til að komast til og frá miðborginni:

  • Strætó gengur allan daginn. Athugið breytta áætlun á meðan götulokunum stendur – sjá straeto.is
  • Í miðborginni eru bílastæðahús sem oft hafa verið illa nýtt á meðan hátíðahöldunum stendur. Það er því engin ástæða er til að leggja ólöglega. Upplýsingar um bílastæðahús má finna á bilahus.is

Athygli er vakin á að allar götulokanir eru ákveðnar og framkvæmdar í samstarfi við Reykjavíkurborg og í nánu samráði við helstu hagaðila.

Yfirlit yfir götulokanir 10. ágúst kl. 10-18.
Smelltu á myndina til að stækka.