Götulokanir

Á þessari síðu má finna upplýsingar um götulokanir vegna hátíðahalda Hinsegin daga í Reykjavík 2022.

Tímabundinn regnbogi í Bankastræti

Í tilefni Hinsegin daga 2022 verður málaður tímabundinn regnbogi á efri hluta Bankastrætis og verður málunin upphafsviðburður hátíðardagskrár ársins. Áætlað er að hefja málun götunnar kl. 12:00 þriðjudaginn 2. ágúst en fyrir þann tíma verður gatan vaxborin. Taka þarf tillit til veðurs og því geta dag- og tímasetningar breyst.

Eftirfarandi götulokanir verða í gildi vegna gleðigötu í Bankastræti:
Þingholtsstræti verður lokað á milli Amtmannsstígs og Bankastrætis 2. ágúst.
Bankastræti verður því lokað fyrir innakstur frá Ingólfsstræti 2.-8. ágúst.

Hér má sjá bréf til íbúa og rekstraraðila.

Götulokanir 2. ágúst

Götulokanir 2.-8. ágúst

Gleðiganga og útihátíð Hinsegin daga 6. ágúst 2022

Forsvarsfólk Hinsegin daga biður íbúa, vegfarendur og aðra hagsmunaaðila afsökunar á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna lokana gatna í tengslum við hátíðahöld Hinsegin daga. Þá eru íbúar og gestir eru beðnir að sýna samstarfsvilja og umburðarlyndi og hvattir til að nýta sér eftirfarandi leiðir til að komast til og frá miðborginni:

  • Strætó gengur allan daginn. Athugið breytta áætlun á meðan götulokunum stendur – sjá straeto.is
  • Í miðborginni eru bílastæðahús sem oft hafa verið illa nýtt á meðan hátíðahöldunum stendur. Það er því engin ástæða er til að leggja ólöglega. Upplýsingar um bílastæðahús og fjölda lausra stæða á hverjum tíma má finna á bilahus.is

Smelltu á myndina til að stækka.