Upplýsingar til þátttakenda

GÖNGULEIÐ

Frá upphafi Gleðigöngunnar hafa einstaklingar og hópar skipulagt eigin atriði en munu nú einnig skipuleggja eigin gönguleið með smitgát í fyrirrúmi. Gleðigangan fer fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og land allt. Við biðjum þátttakendur um að tilkynna okkur nákvæma staðsetningu ef ske kynni að áhorfendahópar myndist eða ef eitthvað skyldi koma upp á. Með það í huga, biðjum við ykkur vinsamlegast um að auglýsa ekki gönguleiðina ykkar á samfélagsmiðlum.

Gleðigöngurnar, í öllum sínum fjölbreytileika, leggja af stað kl. 14 laugardaginn 7. ágúst.

Hægt verður að fylgjast með framgangi gleðiganga á hinum ýmsu miðlum, en þátttakendur verða hvattir sem aldrei fyrr til að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum. Þau kassamerki sem við verðum með í gangi eru #stoltskref, #reykjavikpride, #hinsegindagar, #pride2021 og #takeaproudwalk.

Sviðstextar

  • Atriði í gleðigöngunum verða kynnt á samfélagsmiðlum. Hvert atriði sér um að semja stuttan texta og senda í tölvupósti á gongustjorn@hinsegindagar.is.

Sjá einnig öryggisreglur gleðigöngunnar hér.