Gleðigöngupotturinn er samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans, sem hefur verið stoltur styrktaraðili hátíðarinnar í mörg ár. Gleðigöngupotturinn úthlutar styrkjum til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytt, áhugaverð og táknræn atriði fyrir Gleðigöngu Hinsegin daga.
Styrkjum úr sjóðnum er m.a. ætlað að aðstoða við að standa straum af kostnaði við hönnun og uppbyggingu atriða, leigu ökutækja og efniskaup. Formlegir og óformlegir hópar hinsegin fólks og velunnara þeirra eru hvattir til að sækja um hér fyrir neðan.
Lokað verður fyrir umsóknir 20. júní og gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram í lok júní.
Ekki er lengur tekið við umsóknum fyrir árið 2025. //Applications for the year 2025 are now closed.
Nánari upplýsingar
– Verklagsreglur um úthlutun styrkja úr Gleðigöngupottinum
– Tengiliður vegna Gleðigöngupotts er göngustjórn