Táknmálstúlkun

Hinsegin dagar bjóða upp á táknmálstúlkun í stórhátíðardagskrá og hægt er að panta táknmálstúlkun á aðra formlega dagskrárliði í gegnum Hraðar hendur [hradarhendur@gmail.com]. Hinsegin dagar bjóða ekki upp á táknmálstúlkun á OFF-VENUE dagskrárliðum.

Viðburðir sem verða í öllum tilfellum túlkaðir í heild sinni:

  • Opnunarhátíð // Túlkar munu standa á sviðinu.
  • Útihátíð eftir Gleðigöngu // Túlkar munu standa á sviði. Stækkaðri mynd af túlkum verður streymt á skjáinn vinsta megin við sviðið séð frá áhorfendum.

Aðrir viðburðir

Hægt er að óska eftir túlkun á kostnað Hinsegin daga á þeim viðburðum þar sem talað mál er í fyrirrúmi. Vinsamlega bókið túlkun frá Hröðum höndum með fyrirvara.

Árið 2022 var haldin samkeppnin Hýr tákn, þar sem gerð voru tákn fyrir nýleg hýryrði.