Viðburðapotturinn er ætlaður til að styðja við sjálfstætt skipulagða viðburði utan aðaldagskrár Hinsegin daga – off venue viðburði. Markmið pottsins er að hvetja til frumkvæðis, grasrótarstarfs og fjölbreytni í viðburðahaldi á meðan á hátíðinni stendur.
✅ Hverjir geta sótt um?
Öll sem standa að skráðum off venue viðburði á Hinsegin dögum geta sótt um styrk – einstaklingar, hópar, listafólk og félagasamtök.
📌 Ef þú hefur ekki enn skráð viðburðinn þinn, gerðu það fyrst hér:
👉 Skráðu off venue viðburð hér
💡 Hvað er styrkhæft?
- Leiga á rými og búnaði
- Framleiðslukostnaður (t.d. hljóðkerfi, prentun)
- Kynningarefni og auglýsingar
- Aðgengisúrbætur eða upplýsingar um aðgengi
❌ Við styrkjum ekki laun eða þóknanir.
Umsóknarferlið er opið frá og með 17. júní til 8. júlí 2025.
Úthlutun úr pottinum fer fram 15. júlí 2025, og verður kynnt með fréttatilkynningu á vef Hinsegin daga ásamt tölvupósti til tengiliðs umsóknar.
Ekki er lengur tekið við umsóknum fyrir árið 2025. //Applications for the year 2025 are now closed.