Ég vil gerast sjálfboðaliði
Öll vinna við Hinsegin daga er unnin í sjálfboðnu starfi!
Viltu leggja þitt af mörkum við að gera fjölmennustu og litríkustu hátíð landsins að veruleika? Það er pláss fyrir þig í okkar frábæra hópi sjálfboðaliða!
Hinsegin dagar eru að öllu leyti undirbúnir og framkvæmdir í sjálfboðavinnu. Sjálfboðaliðar spila því lykilhlutverk í velgengni Hinsegin daga í Reykjavík en þeir starfa saman undir handleiðslu stjórnar hátíðarinnar, sem einnig eru sjálfboðaliðar.
Ef þú hefur áhuga á að leggja þitt af mörkum hvetjum þig til að fylla út formið hér fyrir neðan. Ef þig vantar nánari upplýsingar getur þú sent okkur póst á sjalfbodalidar@hinsegindagar.is.