Fimmtán atriði hljóta styrk úr Gleðigöngupotti

Fimmtán atriði hljóta í ár styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans. Metáhugi var í ár, en alls sóttu umsækjendur um samtals 5.145.770 kr. í pottinn, en úthlutunarupphæð hvers árs er 1.500.000 kr. Umsækjendur hlutu styrki á bilinu 50.000-200.000 kr.

Styrkþegar ársins 2023 eru:

 • Bangsafélagið // Bears of Iceland
 • BDSM á Íslandi
 • Félag ása og eikynhneigðra á Íslandi
 • Heiður // Hinsegin félag Tækniskólans
 • Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar
 • Hinsegin kórinn
 • HIV Ísland
 • Q – félag hinsegin stúdenta og Skjaldborgin
 • Samtökin ‘78
 • Skátarnir
 • Starína, lestur er fyrir alla!
 • Together we stand/Sameinuð stöndum við
 • Trans Ísland
 • Vera // hinsegin félag kvenna og kvára