Á hverju ári kemur fram fjöldi skemmtikrafta á Hinsegin dögum. Þar er bæði um að ræða listafólk sem sækir um að fá að koma fram á hátíðinni og listafólk sem Hinsegin dagar óska eftir að komi fram.
Þau sem óska eftir að koma fram á Hinsegin dögum þurfa að sækja um það með því að senda stjórn hátíðarinnar tilskyldar upplýsingar með góðum fyrirvara.
Hinsegin dagar er hinsegin fólks. Þeir skemmtikraftar sem tilheyra þeim hópi eða hafa innanborðs einhvern sem tilheyrir hópnum, eiga meiri möguleika á að troða upp á Hinsegin dögum. Hins vegar er það ekki algild regla enda á hinsegin samfélagið marga vini og velunnara sem vilja leggja hátíð okkar lið eins og dæmin hafa sannað undanfarin ár. Hinsegin dagar áskilja sér rétt til að hafna öllum umsóknum sem berast um að koma fram á hátíðinni. Ár hvert sækja mun fleiri um að skemmta á Hinsegin dögum en dagskrá hátíðarinnar rúmar.
Öll eintök af hljómplötum, geisladiskum, DVD diskum og myndböndum sem og prentaðar útgáfur af upplýsingaefni sendist til:
Hinsegin dagar í Reykjavík
Suðurgata 3
101 Reykjavík