Bjarni skrifar þessi misserin sviðslistaverk um homma á Íslandi. Markmið verksins er að skoða stöðu homma í dag; Hafa hommar forréttindi í krafti kyns síns? Eru fordómar ennþá til staðar í samfélaginu? Hafa þeir kannski færst inn á við? Hver eru næstu skref fyrir þennan minnihlutahóp og jafnvel allt hinseginfólk? Hvar felur skömmin sig og hvað eigum við að gera við hana? Eða eigum við kannski bara að hætta þessu væli?
Handritið byggir að einhverju leiti á reynsluheimi höfundar og einnig leitar hann fanga víðsvegar í dægurmenningu og í skrifum annarra um efnið sem og viðtölum við aðra homma.
Hluti af sköpunarferli verksins er að bjóða upp á upplestur á handritinu sem verk í vinnslu á mismunandi tímapunktum skrifanna. Þetta er gert til að opna á beint samtal við alla þá sem hafa áhuga á efninu, efnistökum og sviðslistum til að dýpka ferlið og gera málefninu betri skil.
Þetta er í annað sinn sem verkið er lesið upp og að þessu sinni hefur Bjarni fengið Guðbrand til liðs við sig í tilefni af Hinsegin dögum í Reykjavík.
Guðbrandur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og höfundur bókanna „Í nándinni – innlifun og umhyggja“ og hinnar nýútkomnu „Skömmin – úr vanmætti í sjálfsöryggi“. Samkynhneigð er honum í blóð borin og mun han í erindi sínu „Að skammast sín ekki fyrir sjálfan sig“ fjalla um hina mögnuðu tilfinningu skömmina og hvernig hægt er að vingast við hana og auka eigin sjálfsvirðingu.
Í kjölfar erindis Guðbrands og upplesturs Bjarna er boðið upp á umræður.
Um leikverkið ÓGEÐ:
- Höfundur og leikari: Bjarni Snæbjörnsson
- Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir
- Tónlist: Axel Ingi Árnason
- Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson