Hinsegin dagar í Reykjavík leita eftir hugmyndaríkum og sjálfstæðum leiðtoga til að gegna starfi verkefnastýris Hinsegin daga 2022. Um nýtt starf er að ræða og gefst viðkomandi því tækifæri til að móta og þróa eigið starf í samstarfi við formann og stjórn félagsins.
Dæmi um verkefni:
– Undirbúningur og eftirfylgni stjórnarfunda auk annarrar aðstoðar við stjórn
– Fjáröflun, samningagerð og samskipti við samstarfsaðila
– Yfirsýn og dagleg umsjón með fjárreiðum og vefverslun
– Umsjón eigin miðla og kynningarstarfs
– Samskipti við sjálfboðaliða, félagasamtök og aðra hagsmunahópa
– Svörun innsendra erinda, koma verkefnum í réttan farveg og tryggja framgang þeirra
– Önnur verkefni í samráði við formann og stjórn
Hæfniskröfur:
– Menntun sem nýtist í starfi
– Reynsla af viðburðahaldi, starfi með sjálfboðaliðum og bókhaldi/samningagerð er kostur
– Sveigjanleiki, hugmyndaauðgi, frumkvæði og opið hugarfar
– Gerð er krafa um góða íslensku- og enskukunnáttu, önnur tungumálakunnátta er kostur
Um er að ræða spennandi og krefjandi starf þar sem starfshlutfall er samkomulagsatriði, vinnutími sveigjanlegur og vinnuálag breytilegt til samræmis við starfsemi félagsins – þ.e. hlutastarf að vetri en fullt starf yfir sumartímann. Fyrst um sinn verður um tímabunda ráðningu að ræða en með möguleika á áframhaldandi starfi. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf fljótlega.
Nánari upplýsingar
Frekari upplýsingar veitir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, á netfanginu gunnlaugur@hinsegindagar.is. Tekið er á móti umsóknum í gegnum ráðningarkerfi Alfreðs til 1. febrúar.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, uppruna, fötlun eða skertri starfsgetu.