Ert þú hinsegin skúffuskáld? Ertu með ljóðin þín í notes í símanum eða semurðu ástarljóð í sturtunni? Hvort sem þú ert höfundur í mótun eða fullmótað skáld hvetjum við þig til að senda inn ljóð í samkeppnina.
Dómnefndin er sem fyrr skipuð úrvalsliði á sviði bókmennta og menningar en dómnefndin fær ljóðin nafnlaust til yfirlestrar.
Úrslit verða tilkynnt á Hýrum húslestrum á Hinsegin dögum föstudaginn 5. ágúst þar sem verðlaunatextarnir verða fluttir auk þess sem höfundar þeirra hljóta verðlaun frá Hinsegin dögum í Reykjavík.
– Sendu okkur ljóðin þín á huslestrar@gmail.com fyrir 31. júlí n.k.
– Ljóðin mega ekki hafa birst opinberlega áður
– Hvert skáld getur að hámarki sent inn þrjú ljóð. Vinsamlega hafið öll ljóðin í sama Word skjali