Umsóknarfrestur í Gleðigöngupott Landsbankans og Hinsegin daga er nú liðinn, en hann var 1. júlí síðast liðinn. Alls bárust 16 umsóknir. Sótt er um 5.145.770 kr., en dómnefnd hefur heimild til að úthluta að lágmarki 1.300.000 kr. og að hámarki 1.500.000 kr. á hvert. Dómnefnd mun nú fara yfir umsóknirnar. Umsækjendum er þakkað fyrir áhugann. Tilkynnt verður um niðurstöður um miðjan mánuð.
Í dómnefnd Gleðigöngupottsins 2023 sitja:
- Leifur Örn Gunnarsson, gjaldkeri Hinsegin daga
- Anna Eir Guðfinnudóttir, fyrir hönd tækniráðs Hinsegin daga
- Hólmar Hólm, fyrir hönd miðlunarráðs Hinsegin daga
- Vala Waldorf, fulltrúi grasrótar hinsegin fólks
- Sigtýr Ægir Kára, fulltrúi grasrótar hinsegin fólks