Sendinefnd Evrópusambandsins ásamt sendiráðum Frakklands, Finnlands, Svíþjóðar og Þýskalands munu saman fjármagna aðgengi að hjólastólarampi á degi Gleðigöngunnar fyrir öll þau sem þurfa, auk þess að styrkja túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Á Hinsegin dögum á allt hinsegin fólk og aðstandendur þess að geti tekið þátt í hátíðarhöldum og þess vegna hefur Sendinefnd Evrópusambandsins veitt Hinsegin dögum fjárstyrk undanfarin fimm ár til þess að tryggja bætt aðgengi yfir hátíðina.
„Okkur er umhugað um inngildingu og aðgengismál. Þess vegna ætlar Evrópusambandið og aðildarríki þess að veita Hinsegin dögum í Reykjavík aftur fjárstyrk til þess að tryggja hjólastólaaðgengi og túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskertra svo að sem flest geti notið hátíðarinnar sem best.“ – Lucie Samcová-Hall Allen, Sendiherra ESB á Íslandi.