Aðalfundur Hinsegin daga í Reykjavík – Reykjavik Pride verður haldinn sunnudaginn 15. mars 2015 og hefst kl. 15:00 á Kex hosteli (G&T salnum) á Skúlagötu 28.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum.
Rétt til fundarsetu með kosningarétt og kjörgengi hafa félagar sem greitt hafa félagsgjald. Félagsaðild kostar 1.000 kr. og hægt er að endurnýja hana eða gerast félagi við upphaf fundarins.
Lýst er eftir framboðum til stjórnarkjörs. Skv. samþykktum félagsins skal kjósa stjórn á aðalfundi til eins árs í senn til að gegna embættum formanns, ritara, gjaldkera, varaformanns og meðstjórnanda. Skrifleg framboð skulu hafa borist Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange, formanni félagsins (netfang: pride@reykjavikpride.com // sími: 6902111), í síðasta lagi sunnudaginn 8. mars. Hún veitir einnig nánari upplýsingar um verkefni stjórnarliða. Frambjóðendur skulu tilgreina þau embætti sem þeir sækjast eftir. Kosið er um einstaklinga en ekki lista.