Bassi Maraj flytur lag Hinsegin daga 2021

Lag Hinsegin daga 2021 er komið í loftið. Lagið heitir PRIDE og er flutt af hinum eina sanna Bassa Maraj. Bassi vinnur lagið í samstarfi við BNGR Boy (Marteinn Hjartarson) en þeir vinna nú saman að nýju efni.

Bassi hefur vakið mikla athygli á undanförnum misserum með lögunum Bassi Maraj og Álit. Grípandi taktur og beittur texti einkenna tónlist Bassa og lagið PRIDE er þar engin undantekning. Þetta er fjörugt popplag sem á eftir að hljóma oft á komandi vikum.

Ég er eins og ég er – ekki reyna að breyta mér