Bókabíllinn Höfðingi

Bókabíllinn Höfðingi tekur nú þátt í Hinsegin dögum í fyrsta sinn og verður hann fullur af alls konar og margs konar hinsegin bókum til skoðunar og útláns.

Bíllinn verður staðsettur í Tjarnargötunni, við Ráðhúsið, dagana 12.- 16. ágúst og tekur á móti gestum og gangandi kl. 13-18 alla dagana.