Bubblubröns

Þátttakendur í hátíðahöldum Hinsegin daga þurfa á góðri næringu að halda til að hita sig upp fyrir gleðigönguna. Því standa Hinsegin dagar og Pink Iceland fyrir sérstökum bubblubröns.

Boðið verður upp á hýran árbít að hætti Geira Smart í bland við frískandi og freyðandi mímósu.