Dagskrá Hinsegin daga birt 21. júlí

Dagskrá Hinsegin daga 2017 verður birt föstudaginn 21. júlí. Á sama tíma hefst miðasala á alla viðburði auk þess sem tímarit hátíðarinnar kemur út.

Undantekning á þessu er George Michael Tribute sem Hinsegin dagar standa fyrir í samstarfi við Rigg viðburði. Tónleikarnir verða á Rósenberg, þriðjudaginn 8. ágúst og er miðasala hafin hér.