Dragkeppni Íslands

Hin glæsilega keppni um titlana Dragdrottning og Dragkóngur Íslands verður haldin 9. ágúst sem liður í 20 ára afmælishátíð Hinsegin daga!

Kóngar og Drottnignar munu keppa um stærstu drag-kórónur Íslandssögunnar og búist er við að áhorfendur hreinlega missi vatnið meðan á sýningu stendur. Keppendur munu sýna atriði, persónutöfra og leynda hæfileika. Semsagt – viðburður sem enginn drag-unnandi má láta fram hjá sér fara!

18 ára aldurstakmark