Ertu listakvár? – Útisýning Hinsegin daga

Hinsegin dagar munu standa fyrir útisýningu í miðborginni í ágúst. Markmiðið er að skapa rými fyrir hinsegin listafólk til að sýna verk sín í almannarými. Til greina koma ljósmyndir, grafísk verk, myndlistaverk og önnur verk sem unnt er að prenta á útiskilti. 

Þema keppninnar er Fegurð í frelsi og mun sérstök valnefnd velja verk til þátttöku í sýningunni með tilliti til þemans. Að auki verða þau verk sem skara fram úr að mati valnefndar verðlaunuð sérstaklega.

Hver þátttakandi má senda inn fleiri en eina tillögu. Frestur til að senda inn tillögu er 1. júlí. Tillögur skulu sendar inn í gegnum formið hér að neðan

Hafið í huga:

  • – Þemað er Fegurð í frelsi
  • – Best er að myndin sé lárétt í hlutföllum og góðri upplausn
  • – Fresturinn er 1. júlí