Allar líkur eru á að fjöldasamkomubann muni koma í veg fyrir að stærsta borgarhátíðin, Hinsegin dagar, fari fram með hefðbundnu sniði í ágúst, eða a.m.k. að ekkert verði af sjálfri Gleðigöngunni laugardaginn 8. ágúst.
Auðvitað eru það mikil vonbrigði, en stjórn Hinsegin daga mun hins vegar leggja alla áherslu á að koma sem flestum dagskrárliðum Hinsegin daga á framfæri við almenning.
Tæpir fjórir mánuðir eru þar til Hinsegin dagar ganga í garð og sá tími verður nýttur til að finna baráttumálum, fróðleik og skemmtun Hinsegin daga þann farveg að sem flestir fái notið, þótt ekki verði alltaf mögulegt að safnast saman í raunheimum.
Höldum gleðinni og finnum lausnir!