Fyrsta Regnbogaráðstefnan stendur yfir

Fyrsta Regnbogaráðstefna Hinsegin dgaa stendur nú yfir í Grófinni – Borgarbókasafni og í Pride Center, Gayrsgötu 9. Ráðstefnan er smekkfull af áhugaverðum erindum; sumum erfiðum, öðrum fróðlegum og jafnvel stórskemmtilegum. Á meðan viðfangsefna ráðstefnunnar hafa verið þátttaka trans fólks í afreksíþróttum, hvað það er að vera butch, hatursorðræða í fjölmiðlum, hinseginleiki ungmenna, birtingarmyndir hinsegin fólks í tölvuleikjum og það að koma út úr skápnum seint á lífsleiðinni.

Heiðrún Fivelstad, ljósmyndari, hljóp á milli ráðstefnustaðanna og smellti af. Við látum myndirnar tala sínu máli.