Göngum í takt // endurmats- og stefnumótunardagur

Nú er mánuður liðinn frá Hinsegin dögum og eftir lifa minningar frá frábærri hátíð, öllum samræðunum og faðmlögunum og viðburðunum og samverustundunum. En það kemur hátíð eftir þessa hátíð og ekki seinna vænna að fara að leggja línurnar fyrir framtíðina!

Stjórn Hinsegin daga býður til endurmats- og stefnumótunardags, þar sem virkustu þátttakendum síðustu Hinsegin daga er boðið, ásamt fulltrúum mikilvægra hópa innan hinsegin samfélagsins. Þar verður farið yfir hátíðina í ár; hvað gekk vel og hvað mætti betur fara, en jafnframt horfa fram á veginn og teikna upp hvernig við sjáum Hinsegin daga fyrir okkur í framtíðinni.

DAGSKRÁ:
10:30 Endurmatsferli
12:30 Hádegisverður
13:15 Stefnumótun
16:00 Happy Hour í boði HD

Lóðs: Kaospilottinn og verkefnastýrið Inga Auðbjörg

Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.

SKRÁNING (svo hægt sé að gera ráð fyrir fjölda í mat): https://forms.gle/8deA3iHkbibwJgR58