Hinsegin á óperusviðinu

Íris Björk Gunnarsdóttir óperusöngkona og Hjalti Þór Davíðsson píanóleikari flytja aríur úr ýmsum óperum þar sem hinseginleiki er sýnilegur og fjalla um rannsókn Írisar Bjarkar á hinseginleika á óperusviðinu á fræðandi og skemmtilegan hátt. Tónlistin á tónleikunum spannar langt tímabil, allt frá Händel til núlifandi tónskálda. Íris Björk bregður sér í hlutverk ýmissa kynja, castrati-söngvara og sögulegra persóna, buxnahlutverk, samkynhneigð og trans hlutverk. Tónleikarnir verða endurteknir á Óperudögum í Reykjavík í október 2020.


Frítt inn, viðburðurinn er á íslensku