Hinsegin dagar munu fara fram í Reykjavík 8.-17. ágúst 2019
Árið 2019 verður stórt ár í hinsegin samfélaginu hér heima og erlendis. Ekki einungis verða þá liðin 50 ár frá Stonewall uppreisninni heldur fagna Hinsegin dagar í Reykjavík einnig 20 ára afmæli. Til að fagna þessu merka afmælisári verða Hinsegin dagar 2019 með glæsilegasta móti og mun dagskráin standa í tíu daga en ekki sex eins og síðustu ár.
Hinsegin dagar munu hefjast með opnunarhátíð fimmtudaginn 8. ágúst og ljúka með gleðigöngu, útihátíð og balli laugardaginn 17. ágúst.
Dagskrá afmælisársins verður birt hér þegar nær dregur!