Íslenskir hommar döðruðu við hermenn á Borginni á fimmta áratugnum, síðar leituðu lesbíurnar skjóls í Stúdentakjallaranum áður en dragið blómstraði á Rauðu myllunni. Og þannig gekk það áfram! Ár eftir ár, skemmtistað eftir skemmtistað. Íslenskt hinsegin skemmtanalíf hefur verið alls konar í gegnum árin – leynt og ljóst, hávært og lágvært.
Hinsegin dagar bjóða hér upp á fræðandi og skemmtilega sögugöngu um miðborgina. Litið verður inn á nokkrum af þeim stöðum sem geyma hinsegin djammsögur sem rifjaðar verða upp yfir frískandi drykkjum sem að sjálfsögðu eru innifaldir. Af fenginni reynslu mælum við ekki með að mæta á fastandi maga 😉
Gengið verður frá Hlemmi kl. 18 og endað á Borginni þar sem áhugasamir geta snætt saman síðbúinn kvöldverð.
Þessi viðburður fer fram á íslensku. Hinsegin djammsöguganga á ensku verður föstudaginn 16. ágúst.
20 ára aldurstakmark
Takmarkað miðaframboð!