Hinsegin kórinn & Rock Creek Singers

Hinsegin kórinn heldur tónleika Í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 14. ágúst kl. 20:00, ásamt gestakórnum Rock Creek Singers. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík. Hinsegin kórinn flytur fjölbreytt lög, sem öll eiga það sameiginlegt að snerta hjartastrengi hinsegin fólks, hvort sem er vegna umfjöllunarefnis þeirra eða lagahöfundanna.

Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir og píanóleikari er Halldór Smárason. Gestakórinn Rock Creek Singers er hluti af hinum gríðarfjölmenna Gay Men’s Chorus of Washington DC. Stjórnandi er Dr. Thea Kano.

Miðaverð er 3.000 kr. til 10. ágúst en hækkar þá í 3.500 kr.