Hinsegin Ladies Night

Þá er loksins komið að þriðja hinsegin ladies night og hittir það akkurat á Hinsegin daga! WHOOP!

Kvöldið byrjar á slaginu kl. 20:00 á Miami Hverfisgata. Kvöldið verður að sjálfsögðu í Hinsegin búning og munu koma fram konur sem þekktar eru fyrir húmor, kynþokka og ógleymanlega upplifun!

DJ kvöldsins verður engin önnur en Karítas Óðinsdóttir en hún hefur spilað á stöðum bæjarins síðan árið 2015 og þið gætuð líka kannast við hana úr rappgrúppuna Reykjavíkurdætrum.

Þá mun Tara Brekkan Pétursdóttir hjá Glimmerbarinn mæta á svæðið og sjá til þess að við séum vel skreyttar allt kvöldið!

Margrét Maack kennir nokkur góð Broadway-spor sem henta jafnt á söngleiksasviði og í djammveskið og mun auk þess sýna kabarettatriði.

Jenny Purr er sjúklega fierce bio dragdrottning sem mun sýna okkur atriði sem þið viljið ekki missa af!

Eins og alltaf verða sérstakir kokteilar í boði og í þetta skiptið verða þeir að sjálfsögðu í Hinsegin daga stíl! Auk þess verður happy hour af bjór og léttvíni allt kvöldið.

Þá verða snillingarnir Berglaug Petra Garðarsdóttir og Anna Margrét Árnadóttir aftur ljósmyndarar kvöldsins, en við vorum ekkert smá ánægðar með fallegu mómentin sem þær náðu á myndir á síðasta kvöldi.

Við viljum ítreka að þessi kvöld eru hugsuð fyrir allar hinsegin konur/kynsegin fólk hvernig sem þær/þau skilgreina sig t.d. lesbía, tví/pankyhneigð, polyamorous, trans, intersex, asexual og svo framvegis. Þá viljum við taka fram að Miami hefur gott aðgengi og salerni fyrir fatlaða auk non-binary salerna.

Til að halda kvöldunum okkar áfram viðburðarríkum og fá til okkar allt þetta flotta listafólk þá mun aðgangseyrin koma til með að hækka og munum við byrja á 2500kr.

Einnig viljum við benda á að Miami hefur eingöngu leyfi fyrir 120 manns.

20 ára aldurstakmark ⭐️

Hlökkum til að sjá ykkur!

️Með ást og kærleik,
Hinsegin Ladies Night Crew-ið