Hommar voru alltaf til á Íslandi en komust ekki almennilega í sviðsljósið fyrr en með stofnun Samtakanna ’78. Hvernig voru þessi fyrstu ár? Hvernig var hommalífið á áttunda og níunda áratugnum? Var þetta allt ein þrautaganga eða var kannski svolítið gaman á bak við luktar dyr? Og hver er staðan í dag?
Felix Bergsson stjórnar umræðum með valinkunnum hommum af þremur kynslóðum sem veita okkur innsýn í lífshlaup sitt og tilfinningar.
Frítt inn, viðburðurinn fer fram á íslensku