Iðnó verður PRIDE CENTER

Stjórn Hinsegin daga hefur gengið til samninga við IÐNÓ um að hýsa svokallað PRIDE CENTER á Hinsegin dögum 2023. PRIDE CENTER var starfrækt í fyrsta sinn á hátíðinni 2023 en þá fékk hátíðin inni á Geirsgötu 9. Í PRIDE CENTER fer fram systurpartur dagskrárinnar, ásamt því að hinsegin fólk og stuðningsfólk getur sest niður, fengið sér öl eða kaffi og spjallað um þung sem létt viðfangsefni. Þetta er félagsmiðstöðin sem við öll þráum og við erum himinlifandi með samstarfið við IÐNÓ. Sjáumst í höfuðstöðvum hinseginleikans!