Kaupfélagið lýkur upp dyrunum

Hinseginhattar, butch-bollar, siðrænar sápur og regnbogavarningur í þúsundasta veldi – Kaupfélag Hinsegin daga hefur lokið upp dyrum sínum!

Kaupfélagið er til húsa í PRIDE CENTER á Gayrsgötu 9, en auk þess er þar upplýsingamiðstöð hátíðarinnar, vettvangur fyrir fjölmarga viðburð, kaffihús og bar. Semsagt, kjörinn staður til að stoppa við og njóta góðs félagsskapar á Hinsegin dögum.

PRIDE CENTER, Gayrsgötu 9 – við gömlu höfnina í Reykjavík, verður opið sem hér segir:

Föstudag 29. júlí – miðvikudag 3. ágúst kl. 11:00-23:00
Fimmtudagur 4. ágúst kl. 11:00-01:00 (ath. miðasala frá kl. 20, sjá viðburð hér)
Föstudagur 5. ágúst kl. 11:00-01:00
Laugardagur 6. ágúst kl. 11:00-14:00

Athugið: Reglulegur opnunartími Kaupfélagshluta PRIDE CENTER er til 18:00 en stundum opið lengur eftir föngum.