Ljóðasamkeppni Hinsegin daga 2019

Ljóðasamkeppni Hinsegin daga er nú haldin í fjórða sinn. Undanfarin ár hafa fjölmörg skáld stigið fram á sjónarsviðið í þessari einstöku samkeppni sem sannarlega má segja að sé á heimsmælikvarða.

Skúffuskáld sem önnur skáld eru hvött til þess að draga fram stílabækur, Word-skjöl, kassakvittanir og hvað annað sem verk þeirra kunnu að leynast á og senda á netfangið huslestrar@gmail.com fyrir 1. ágúst.

Ljóðin mega vera á hvaða tungumáli sem er en ekki er ábyrgst að dómnefnd skilji önnur tungumál en íslensku og ensku. Dómnefnd fær ljóðin nafnlaust og verður ekki upplýst um sigurvegara keppninnar fyrr en á Hýrum húslestrum 9. ágúst nk.