Loksins er lag Hinsegin daga 2018

Loksins er lag Hinsegin daga 2018. Lagið er flutt af Andreu Gylfadóttur og Hinsegin kórnum en höfundur lags og texta er Helga Margrét Marzellíusardóttir, stjórnandi Hinsegin kórsins. Hér fyrir neðan getur hlustað á lagið í spilara eða sótt það á mp3 formi.

Finally is the song of Reykjavík Pride 2018, performed by Andrea Gylfadóttir and the Reykjavik Queer Choir. Music and lyrics is by Helga Margrét Marzellíusardóttir who also conducts the choir. Below you can listen to the song in or download it as an mp3 file.


Flytjendur / Performers: Andrea Gylfa og/and Hinsegin kórinn/The Reykjavik Queer Choir

Hljóðfæraleikarar / Instruments: Ásmundur Jóhannsson, Jóhann Ásmundsson, Steinþór Guðjónsson og/and Halldór Smárason

Höfundur lags og texta / Music and lyrics: Helga Margrét Marzellíusardóttir

Sækja lagið (mp3) / Download song (mp3)

Sjá einnig / See also:


Loksins

Veruleikinn reynist mörgum þungur
sumir eru í felum sérhvern dag
bjarta ljósið er nú samt
að þótt allt virðist svart
er allt svo miklu betra baðað lit.

Ástin lætur marga bíða lengi
mér fannst ég finna hana fyrst í þér
og þótt ég hafi falið hana lengi
ég hef nú loksins fundið nýjan veg.

Loksins fann ég regnboga
loksins fann ég regnboga

loksins fann ég regnbogann í mér.

Hvernig svo sem vindar virðast blása
og sumarið sé kaldara en vor
er það skýrt í hjarta mér
sama hvernig fer
allir mega sjá það sem ég er.

Himnar mega alveg verða svartir
og verkefni mín vefjast fyrir mér
fáir dagar sumars vera bjartir
ef fæ ég bara að eyða þeim með þér.

Því loksins fann ég regnboga
loksins fann ég regnboga

loksins fann ég regnbogann í mér.

Loksins fann ég regnboga
loksins fann ég regnboga

loksins fann ég regnbogann í mér.

Þótt tíminn líði, virðist enn um sinn
flækjast heimurinn.
Ekkert yrði betra fyrir mér
en ég, með þér.

Loksins fann ég regnboga
loksins fann ég regnboga

loksins fann ég regnbogann í mér.

Loksins fann ég regnboga
loksins fann ég regnboga

loksins fann ég regnboga í mér.