Aðalfundur Hinsegin daga fór fram fyrr í dag. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum en þar á meðal var skýrsla stjórnar sem formaður félagsins kynnti. Skýrsluna má sjá á rafrænu formi hér.
Þá lá fyrir fundinum tillaga að breytingum á samþykktum félagsins þess efnis að stjórnarsætum yrði fjölgað úr fimm úr sjö. Breytingartillagan var samþykkt og ákvað aðalfundur að kjósa strax samkvæmt breyttum samþykktum og er ný stjórn því skipuð sjö aðilum.
Stjórn Hinsegin daga 2019-2020 er þannnig skipuð:
- Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður
- Karen Ósk Magnúsdóttir gjaldkeri
- Ragnar Veigar Guðmundsson ritari
- Ásgeir Helgi Magnússon, meðstjórnandi
- Helga Haraldsdóttir, meðstjórnandi
- Lilja Ósk Magnúsdóttir,meðstjórnandi
- Ragnhildur Sverrisdóttir, meðstjórnandi
Nýrri stjórn bíða mörg og mikilvæg verkefni á næstu vikum og mánuðum en Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á árinu 2019 auk þess sem liðin eru 50 ár frá Stonewall uppreisninni, sem segja má að hafi markað upphaf eiginlegrar réttindabarátta hinsegin fólks. Af þessu tilefni verða hátíðahöld Hinsegin daga lengd úr sex dögum í tíu og viðburðum þar af leiðandi fjölgað.