Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Hinsegin daga í Reykjavík og mun hún þegar hefjast handa við undirbúning hátíðarinnar 3. – 8. ágúst 2021.
Fundurinn var haldinn mánudaginn 16. nóvember kl. 17:30, í samræmi við auglýsingu á heimasíðu félagsins. Hann fór fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom, vegna samkomutakmarkana sem í gildi voru.
Kosið var til sjö manna stjórnar. Hana skipa:
Ásgeir Helgi Magnússon, formaður
Ragnar Veigar Guðmundsson, gjaldkeri
Ragnhildur Sverrisdóttir, ritari
Elísabet Thoroddsen, meðstjórnandi
Herdís Eiríksdóttir, meðstjórnandi
Leifur Örn Gunnarsson, meðstjórnandi
Sigurður H. Starr Guðjónsson, meðstjórnandi
Hinsegin dagar í Reykjavík þakka Vilhjálmi Inga Vilhjálmssyni störf á formannsstóli Hinsegin daga, sem og meðstjórnendunum Helgu Haraldsdóttur og Lilju Ósk Magnúsdóttur. Öll hafa þau leyst af hendi gott og óeigingjarnt starf í þágu Hinsegin daga og ný stjórn veit að hún getur áfram sótt í þekkingarbrunn þeirra.