Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Hinsegin daga, mánudaginn 25. nóvember. Frá fyrri stjórn starfa áfram Helga Haraldsdóttir, formaður, Alexander Aron Guðjónsson og Sigríður Ásdís Þórhallsdóttir, auk Ragnheiðar Ástu Þorvarðardóttur sem hlaut kjör í stöðu ritara. Ný í stjórn eru Michael Ryan í hlutverki gjaldkera, ásamt Pétri Óla Anderson og Valdimar Elí Kristjánssyni sem hlutu kjör í meðstjórnenda.
Fráfarandi stjórnarfólki þakkað fyrir framlag sitt
Þá þakkaði formaður fráfarandi stjórnarfólki fyrir gríðarlegt framlag sitt til hátíðarinnar og samfélags hinsegin fólks. Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir, Sandra Ósk Eysteinsdóttir og Leifur Örn Gunnarsson hafa lyft grettistaki í þágu hinsegin fólks og eiga gríðarmiklar þakkir skyldar.
Ársskýrsla kynnt
Ársskýrsla hátíðarinnar 2023 var kynnt af formanni á fundinum, en í henni má finna umfjöllun um viðburði hátíðarinnar, aðstöðu, innviði, öryggismál og fleira.