Opnun sýningarinnar “Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár”.
Á sýningunni eru ný verk eftir listafólkið Hrafnkel Sigurðsson, Logn Draumland og Viktoríu Guðnadóttur. Verkin eru unnin útfrá þemum í “Regnbogaþræðinum” sem er hinsegin vegvísir í gegnum aðal sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til.
Verkin takast á við tilvist hinsegin fólks á Íslandi frá því að landið byggðist og til dagsins í dag og byggja á þemum í Regnbogaþræðinum. Verkunum er ætlað að veita innsýn í reynslu og tilfinningar hinsegin fólks gagnvart valdastofnunum sem ala á sektarkennd og skömm hinsegin fólks.
Ókeypis aðgangur er á sýninguna í Neskirkju sem er virka daga kl. 9-15 og á sunnudögum á messutíma kl. 11-13. Leiðsagnir verða auglýstar sérstaklega eftir því sem við á.
Að Regnbogaþræðinum á Þjóðminjasafni Íslands gildir hefðbundinn aðgangseyrir en en einnig er bent á að gestir fræðsluviðburða Hinsegin daga í Þjóðminjasafninu fá afslátt af aðgangseyri. Safnið er opið daglega kl. 11-17.