Reykjavík Pride Party – STJÓRNIN

Hið eina sanna Pride partý með Stjórninni. Sigga Beinteins og Grétar Örvars rifja upp gamla takta og æra lýðinn af sinni alkunnu snilld! Mesta glimmerið og besta stemningin, nánar tiltekið eina leiðin til að klára Hinsegin daga með stæl.

Húsið opnar kl. 20:30 og dansleikurinn stendur til 01:00 eða til þess tíma sem sóttvarnartilmæli heimila – og við þorum að lofa að stuðið verði alls ráðandi strax frá fyrstu mínútu. 20 ára aldurstakmark.

Miðaverð í forsölu til 1. ágúst: 2.900 kr. Fullt verð: 3.900 kr.