Lag Hinsegin daga 2016

Lagið Við getum sameinast er samið af meðlimum hljómsveitarinnar SeptemberFlytjandi lagsins er Bjartmar Þórðarson ásamt hljómsveitinni SeptemberGerð myndbands annaðist framleiðslufyrirtækið Heiðskírt en hluti efnisins er úr safni Hrafnhildar Gunnarsdóttur sem um árabil hefur myndað viðburði Hinsegin daga.

Þú getur sótt lagið (vistað) hér eða hlustað í spilarnum hér að neðan:

Undanfarin ár hefur forsvarsfólk Hinsegin daga ekki átt frumkvæði að því að samið sé sérstakt lag fyrir hátíðina og eru hlutaðeigandi öll að vonum ánægð með hvernig til tókst. September, Bjartmar Þórðarson, Einar og Árni hjá Heiðskírt og aðrir sem að verkefninu komu eiga skilið bestu þakkir fyrir mikinn metnað og gríðarlega þolinmæði!

Tónlistarmyndbandið má sjá hér: