Skapandi stálp hefja störf

Lítið teymi skapandi ungmenna hefur nú hafið störf hjá Hinsegin dögum, en þeirra hlutverk er að skapa og flytja listræna gjörninga á hátíðinni í ár. Þátttakendur í verkefninu Litróf: skapandi sumarstörf hinsegin ungmenna, eru á aldrinum 14-17 ára og koma úr öllum áttum hinna skapandi greina; spila á hljóðfæri, dansa, stunda leiklist, teikna, farða, skrifa og pæla. Það verður þeirra að ákveða hvað þau taka sér fyrir hendur, undir styrkri leiðsögn Kimi Taylor, sem er hinsegin uppistandari og listakona.

Fyrsta deginum sínum vörðu listastálpin í að kynnast hverju öðru, skoða væntingar sínar og horfa á hinseginleikann frá linsu símamyndavélarinnar. Við hlökkum til að sjá hvað þessi skapandi ungmenni hafa á prjónunum fyrir okkur í ágúst!

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.

Logo. A graphic take on the number 100 with an infinity symbol integrated. Title says "Barnamenningarsjóður Íslands"
Two young people indoors, one with black glasses and long hair and another with short, multi-colored hair, hold up doodled portrait of themselves.
Stálpin hófu fyrsta daginn á því að hraðteikna myndir hvert af öðru með sameiginlegu átaki. Þeim tókst nú bara nokkuð vel til!
Two young people indoors, hold up handdrawn portraits of themselves.
Ungu listakvárin koma úr alls konar skapandi áttum. Sum spila á hljóðfæri, önnur stunda dans, textaskrif, leiklist, leikhúsförðun eða annað sniðugt.
A group of young people indoors, standing in a circle. One of them is doing a movement where their hands are reached out.
Hópurinn starfar undir styrkri leiðsögn Kimi Taylor, sem hef skapað sér nafn í sviðslistum og uppistandi.