Skilaboð frá sendiherra Bandaríkjanna Robert Cushman Barber

Bandaríkin og Ísland:  Frá Stonewall til framtíðar

Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna
Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna

Það gleður mig mjög að senda aftur kveðju til allra þátttakenda Hinsegin daga í Reykjavík. Sendiráð Bandaríkjanna er stoltur stuðningsaðili mannréttinda hinsegin fólks og Hinsegin daga.

Saga hinsegin hreyfingarinnar, sem er í brennidepli í ár, nær aftur til Stonewall uppþotanna í Greenwich Villaga í New York borg í júní 1969, sem hrundi af stað hreyfingu sem barðist fyrir grundvallar mannréttindum hinsegin fólks. Þessi hreyfing varð að heimsins fyrstu gleðigöngu í New York borg ári síðar sem breiddist síðan þvert um Bandaríkin og langt yfir landamæri þeirra.

Síðan þá hefur margt breyst í Bandaríkjunum og um heim allan. Sögulegi úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna í fyrra sem tryggði jafnrétti til hjónabands í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna var stórkostlegur sigur fyrir hinsegin fólk í Bandaríkjunum,  og staðfesti jafnrétti fyrir alla í lögum landsins. Þessi sögulegi úrskurður kveikti nýja von fyrir öll sambönd sem voru áður ekki talin lögleg, og staðfesti þá sannfæringu að við erum öll frjálsari þegar komið er fram við okkur sem jafningja.

Þrátt fyrir framfarir er enn mikið verk fyrir höndum. Árásin á samfélag hinsegin fólks í Flórída í Orlando síðastliðinn júní, undirstrikar þörfina á að auka sameiginlegan skilning og að virða fjölbreytileikann. Sem merki um skuldbindingu við mannréttindi hinsegin fólks víðsvegar um heiminn, skipaði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna á síðasta ári sérstakan sendiboða til að tala máli mannréttinda hinsegin fólks um allan heim. Randy Berry, sem er samkynhneigður Bandarískur diplómati með yfir 22 ára reynslu í utanríkisþjónustu, var valinn í stöðuna. Er Randy Berry tók við stöðunni sagði hann: „Þessi ást er ennþá ástæða fangelsunar, ofsókna, pyntinga og jafnvel verri afleiðinga á allt of mörgum stöðum í heiminum. Það er brot á mannréttindum…Við getum og við verðum að gera betur. Líf, framtíðir, vonir og draumar hvíla á því, og þessvegna erum við hér í dag.”

Við getum verið þakklát fyrir að Ísland er staður þar sem við getum öll komið saman og fagnað Hinsegin dögum, en um leið minnst þeirrar dramatísku og hættulegu  lífsbaráttu sem fólk glímir við víðsvegar um heiminn.

Forseta Bandaríkjanna, Barack Obama.
Forseta Bandaríkjanna, Barack Obama.

Við eigum mikla vinnu fyrir höndum… en vegna hugrekkisstarfa þeirra milljóna sem komu út og hófu upp raust sína til að heimta réttlæti og þeir sem háðu þögula baráttu fyrir framförum, hefur þjóð okkar náð mikilsverðum árangri í að viðurkenna það sem þessir hugrökku einstaklingar vissu í hjarta sína að væri satt – að ást er ást og að enginn einstaklingur á að vera dæmdur af neinu öðru en persónueinkennum sínum.“

U.S. President Barack Obama, June 1, 2016.
Presidential Proclamation — LGBT Pride Month, 2016.