‘Skortur á hommum’ bolirnir komnir aftur

Skortur á hommum á Íslandi, stuttermabolurinn með hönnun Sveins Snæs Kristjánssonar, er kominn aftur í Hinsegin kaupfélgaið. Allur ágóði af sölu bolanna rennur til Samtakanna ’78 til að standa undir kostnaði við málsókn á hendur vararíkissaksóknara. Bolirnir eru fáanlegir í þremur mismunandi litum, fölbleikir, hvítir og svartir. Merkið er einnig fáanlegt á taupoka.