Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Lucie Samcová – Hall Allen og Ásgeir Helgi Magnússon, formaður stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík skrifuðu á dögunum undir þriggja ára styrktarsamning sambandsins við Hinsegin daga. Styrktarsamstarfið er liður í átaki Evrópusambandsins um Samband jafnréttis og verður sérstök áhersla lögð á aðgengismál á hátíðinni.
Þessir tveir þræðir Sambands jafnréttis hvöttu sendinefndina til að einblína á tengipunktinn milli hinsegin réttinda og réttinda fatlaðs fólks, þegar kom að því að styðja við bakið á Hinsegin dögum í ár. Með því að auðvelda aðgengi fyrir alla að viðburðum og hátíðarhöldum Hinsegin daga. – Úr ávarpi Lucie Samcová – Hall Allen sem birtist í tímariti Hinsegin daga 2021.
Ítarlegar upplýsingar um aðgengismál á hátíðinni í ágúst verður að finna á heimasíðu Hinsegin daga.