The Rocky Horror Picture Show – SINGALONG

Aðdáendur myndarinnar ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. The Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien. Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg.

Ekki missa af klikkaðri SING-ALONG Partísýningu á THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW föstudaginn 9. ágúst kl. 20:00 þar sem þú getur sungið með hástöfum íklædd/ur búning eður ei – ALLT ER LEYFT

Athugið að myndin er á ensku og sýnd með íslenskum texta – en þú getur samt sungið með þar sem enginn texti verður undir þegar söngaatriðin eru. Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Sjá nánar á https://bioparadis.is/kvikmyndir/the-rocky-horror-picture-show-sing-along-fostudagspartisyning/