Á fimmtudag kl. 14:30 mun slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gera tilraun til að skapa alvöru regnboga í miðbæ Hafnarfjarðar sem er litrík og táknræn kveðja til hinsegin samfélagsins í tilefni af Hinsegin dögum.
Gjörningurinn er hugmynd listamannsins Ingvars Björns sem hefur áður skapað náttúrufyrirbæri með list sinni, s.s. eldgos á Hallgrímsirkju, Geysi í Berlín og nú regnboga í Hafnarfirði.