Ung og hinsegin

Hinsegin kvöld haldið af ungu fólki fyrir ungt fólk. Allur ágóði á viðburðinum rennur til hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna ’78, annars verður frítt inn.

Viðburðurinn verður haldinn í ungmennahúsi Hafnarfjarðar, Hamrinum, sem er á Suðurgötu 14. Viðburðurinn er áfengis- og vímuefnalaus og er stílaður frekar inná yngri kynslóðina, margir viðburðir Reykjavík Pride eru með aldurstakmark og viljum við því vera til staðar fyrir þá sem yngri eru.

Viðburðurinn mun samanstanda af ungum upprenandi listamönnum sem dæmi má nefna verða tónlistaratriði, uppistand og drag atriði.