Opið var fyrir umsóknir um styrki úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans dagana 8. maí til 11. júní og hefur dómnefnd, skipuð af stjórn Hinsegin daga, verið að störfum frá þeim degi.
Niðurstöður dómnefndar liggja nú fyrir og eru styrkveitingar ársins sem hér segir:
- Hinsegin félagsmiðstöð S78 – UngliðarS78: 200.000 kr.
- Q – félag hinsegin stúdenta: 200.000 kr.
- Hinsegin kórinn: 200.000 kr.
- Drag-Súgur: 150.000 kr.
- Intersex Ísland: 190.000 kr.
- Það er þjóðlegt að vera hýr: 170.000 kr.
- Óstofnað tví- og pankynhneigt félag Íslands: 150.000 kr.
- BDSM á Íslandi: 100.000 kr.
- House of Strike: 100.000 kr.
- Trans Ísland: 80.000 kr.
Þannig var samþykkt að veita samtals styrki fyrir allt að 1.540.000 kr. en til viðbótar við 1.500.000 króna framlag Landsbankans hafði dómnefnd til ráðstöfunar 220.000 kr. sem ekki gengu át árið 2017. Dómnefnd heldur því eftir 180.000 krónum sem heimilt verður að nýta til veitingu hvatningarverðlauna ársins 2018.
Dómnefnd ársins skipuðu þau Gunnlaugur Bragi Björnsson – formaður Hinsegin daga, Karen Ósk Magnúsdóttir – gjaldkeri Hinsegin daga, Eva Jóa – f.h. göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga, Bjartmar Þórðarson – leikari, söngvari og altmuligmaður og Ingileif Friðriksdóttir – fjölmiðla- og athafnakona.
Öll atriði sem hyggjast taka þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga þurfa að sækja um það til Hinsegin daga. Opnað verður fyrir umsóknir síðar í vikunni og verður sérstakt umsóknarform göngunnar opið þar til í byrjun ágúst.