Hinsegin dagar hafa gengið til samstarfs við IÐNÓ um að húsið hýsi hátíðina í ár og verði svokallað PRIDE CENTER. Skipuleggjendur hátíðarinnar vilja gjarnan að rýmið sé fyllt af hinsegin uppákomum frá hinsegin samfélaginu og auglýsa því rými fyrir hvers kyns tónleika, sýningar, gjörninga, viðburði eða aðrar uppákomur. Athugið að formið er einungis umsóknarform, en skipuleggjendur áskilja sér rétt til að velja þau verkefni sem koma til greina, með fjölbreytni og fleiri þætti í huga. Hafirðu einhverjar spurningar varðandi þetta umsóknarform geturðu haft samband við Ingu Straumland // inga@hinsegindagar.is // 8966210
Frestur til að sækja um rými (í fyrsta holli) er 11. júní.