Stefnan er tekin á Vífilsfell. Fjallið nær 655 metra hæð yfir sjávarmál (300 metra hækkun frá bílastæði) og er nokkuð létt uppgöngu. Áætlað er að gangan sjálf taki um 2 klst.
Mælt er með hlýjum fatnaði, góðum skóm, göngunasli og vatnsbrúsa.
Regnbogafánar velkomnir!
Lagt verður af stað frá bílastæðinu við N1 Ártúnsbrekku kl. 13.00 – reynum að sameinast í bíla. Gott er að nota Facebook viðburðinn til að raða í bíla!