Aðalfundur Hinsegin daga í Reykjavík – Reykjavik Pride verður haldinn mánudaginn 21. nóvember 2022. Fundurinn fer fram í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3 og hefst kl. 17:30.
Dagskrá og félagsaðild
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins, þ.e.:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Áritaðir reikningar fyrra reikningsárs lagðir fram til umræðu og samþykktar
- Fjárhagsáætlun nýs reikningsárs kynnt
- Ákvörðun félagsgjalda
- Breytingar á samþykktum félagsins
- Kjör stjórnar, sbr. grein 4.1 og eins skoðunarmanns reikninga til eins árs í senn
- Önnur mál
Rétt til fundarsetu með kosningarétt hafa félagar sem greitt hafa félagsgjald. Félagsaðild kostar 500 kr. og er hægt að gerast félagi eða endurnýja félagsaðild við upphaf fundarins.
Framboð til stjórnar og skoðunarmanns reikninga
Samkvæmt samþykktum félagsins skal á aðalfundi kjósa stjórnarmenn til tveggja árs í senn. Kosið er í embætti stjórnar á víxl, þ.e. í fjögur embætti annað árið og í þrjú embætti hitt. Að þessu sinni skal kosið í embætti gjaldkera, ritara og tveggja meðstjórnenda.
Athygli er vakin á að samkvæmt samþykktum félagsins þurfa frambjóðendur að hafa starfað með samstarfsnefnd Hinsegin daga að einni hátíð hið minnsta.
Framboð skulu berast skriflega þremur sólarhringum fyrir aðalfund. Áhugasöm skulu því senda framboð á netfangið pride@hinsegindagar.is fyrir kl. 17:30 föstudaginn 18. nóvember. Frambjóðendur skulu tilgreina þau embætti sem þeir sækjast eftir. Athugið að kosið er um einstaklinga en ekki lista.
Nánari upplýsingar um verkefni stjórnar veitir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, á netfanginu gunnlaugur@hinsegindagar.is.
Fundurinn kýs einnig skoðunarmann reikninga félagsins. Kjörgengir eru allir félagar í RP og hægt er að bjóða sig fram í það embætti á fundinum.
Breytingar á samþykktum félagsins
Tillögur að breytingum á samþykktum Hinsegin daga skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 1. október og skulu sendar út með aðalfundarboði.
Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á nokkrum greinum samþykkta félagsins.
- Tillögurnar má finna hér.
Núgildandi samþykktir Hinsegin daga má finna hér.